Menntaskólinn við HamrahlíðHeimasíða MH
Forsíða |  Bókalisti

Íslenska

Áfangar

ÍSL 103

ÍSL 203

ÍSL 303

ÍSL 403

ÍSL 503

Stafsetning

ISA

Valáfangar

 

Uppspuni. Nýjar íslenskar smásögur. 2004. Rúnar Helgi Vignisson annaðist útg. Bjartur, Reykjavík.

SMÁSAGA

Hugtakið tekur til frásagnaraðferðar í lausu máli. Orðið er komið úr frönsku 'nouvelle' (íta: novella). Norðurlandamálin nota sama nafn, sæn. 'novell', dan. 'novelle'. Upphaflega merkir orðið 'nýmæli' en fær snemma merkinguna 'stutt skálduð frásögn'. Einna frægast ítalskra smásagnasafna er Il Decameron (1348-53) eftir Giovanni Boccaccio (ísl. þýðing 1999: Tídægra. Erlingur E. Halldórsson þýddi. Mál og menning, Reykjavík).

Smásagan á rætur í goðsögum, helgisögum, dæmisögum, ævintýrum og þjóðsögum og stendur nánast milli stuttra munnlegra frásagnartexta og skáldsagna. Oft er upphaf smásagna rakið til Austurlanda.

Afar misjafnt er hvernig menn skilgreina hugtakið smásaga en benda má á nokkur sameiginleg einkenni:

. Smásögur eru yfirleitt stuttar.(Þær eru þó mjög mismunandi að lengd).

. Oftast er frásögnin hnitmiðuð við þröngt sögusvið, fáar persónur, takmarkaðan sögutíma, og er gjarna einskorðuð við sérstakan atburð eða einfalda atburðarás.

. Ris (endar í hámarki) smásögu kemur oft í ljós í lok hennar og er ætlað að varpa ljósi á víðara svið en sagan fjallar um. Henni er oft ætlað að greina almennan sannleik, lýsa tiltekinni manngerð eða örlögum e-s eða e-a.

Á tíma rómantíkurinnar á 19. öld hófst mikið blómaskeið smásagna sem staðið hefur óslitið fram á okkar daga. Þá beindist áhugi höfunda og fræðimanna að alþýðlegum bókmenntum, þjóðsögum og ævintýrum. Segja má að íslensk smásagnagerð eigi rætur að rekja til þessa tíma með smásögu Jónasar Hallgrímssonar, Grasaferð.

Með tilkomu raunsæisstefnunnar undir lok 19. aldar óx mjög viðgangur ísl. smásagna með tilkomu höfunda eins og Gests Pálssonar og Einars H. Kvarans. Í smásögum sínum tóku þeir mörg félagsleg vandamál til meðferðar, einkum meðferð ýmissa lítilmaga.

Mjög fáir Íslenskir rithöfundar hafa einvörðungu skrifað smásögur en fjölmargir hafa skrifað smásögur samhliða skáldsögum og ljóðlist.

-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-

 

Bókmenntahugtök

Eftirtalin bókmenntahugtök eru lögð til grundvallar við yfirferð smásagnanna úr Uppspuna:

Tími: Ytri tími (almanakstími) - Innri tími/sögutími.

Umhverfi: (Ytri aðstæður: náttúrulegar, félagslegar og menningarlegar). Sögusvið: Sá vettvangur sem saga gerist á. (1. lýsingar á ladslagi, hýbýlum ..., 2. tímabundnar aðstæður, s.s. árstíðir, veðurfar ..., 3. Lifnaðarhættir og störf persóna. 4. Félagslegt umhverfi (pólitískt, trúarlegt og siðferðilegt).

Höfundarafstaða, sjónarhorn: A) 3.p. frásagnir: 1: Alvitur höfundur (sér í hug allra persóna),
2. Takmörkuð vitneskja (séð í hug einnar persónu), 3. Hlutlæg frásagnaraðferð (ekki sagt hvað per. hugsa, þær lýsa sér með orðum og gjörðum). B) 1. pers. frásögn "Ég" frásögn (sagan sögð í 1. pers.).

Söguygging: 1) Kynning aðstæðna (sögusvið og persónur), 2) Flækja/átök (meginatburðir sögunnar), 3) Ris/hvörf: (Hápunktur sögunnar), 4. Lausn. (nýtt ástand skapast, frábrugðið því sem var í upphafi sögunnar).

Boðskapur: Hver er boðskapur sögunnar eða hvaða lærdóm má draga af henni?

-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-

Frágangur smáritgerða og tölvuunninna verkefna - leiðbeiningar

1) Öll verkefni skal merkja í haus skjalsins:

View -> Header and Footer

2) Letur: Times New Roman

3) Leturstærð: 12 pt.

4) Línubil: 1,5

5) Spássía: að lágmarki 1,5 cm.

-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o

Uppspuni

 

Pizza, pizza eftir Jón Atla Jónasson

 

Jón Atli Jónasson sendi frá sér smásagnasafnið Brotinn takt árið 2001. Hann skrifaði leikritið Draugalest sem Borgarleikhúsið setti upp í ár og Brim fyrir Vesturport, sem sýnt hefur verið undanfarið víða um land. Jón Atli skrifaði Rambó 7 fyrir Leiksmiðju Þjóðleikhússins og leikhúsið styrkti hann til farar á leikritunarnámskeið hjá hinu virta leikhúsi Royal Court Theatre í London sumarið 2003. Jón Atli hlaut Grímuna - Íslensku leiklistarverðlaunin 2004 fyrir Brim.

 

Verkefni úr smásögunni "Pizza, pizza "

1) Semdu persónulýsingu á Halla. Er hann brenglaður á einhvern hátt eða glímir hann bara við unglingaveiki?

2) Gerðu grein fyrir fjölskyldu Halla og því hvaða álit hann hefur á hverjum og einum í fjölskyldunni. Taktu dæmi máli þínu til stuðnings.

3) Gerðu grein fyrir kvikmyndunum sem minnst er á í sögunni. Hvað einkennir þær myndir?

4) Hver er skelfilegasta hugsunin sem leitar á hug Halla? Hvað segir sú hugsun okkur um sjálfsmynd hans?

5) Gerðu grein fyrir samstarfsmönnum Halla á pizzustaðnum. Hvað eiga þeir sameiginlegt? Gerðu einkum grein fyrir hlutverki Elsu og Silla í sögunnni.

6) Gerðu grein fyrir málsniði í sögunni. Taktu a.m.k. fjögur textadæmi máli þínu til stuðnings.

7) Gerðu grein fyrir sjónarhorni í sögunni, tíma og umhverfi.

-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o


Smásagan 'Rabbi', úr Uppspuna, 2002:43-59, eftir Þorstein Gunnarsson.

Svaraðu eftirtöldum spurningum með rökstuðningi í texta sögunnar :

1) Semdu persónulýsingu af RabBa. Láttu m.a. koma fram:

. Hver er hann og hvað gerir hann?
. Hvaða augum lítur hann starfið?
. Hvernig er háttað sambandi RabBa og föður hans?
. Hvernig er háttað sambandi RabBa og móður hans?
. Hverjar eru helstu skoðanir hans á kvenfólki?
. Nefndu dæmi um skoðanir RabBa á þjóðfélagsmálum.
. Hvernig sýnir hann ábyrgð þegar í ljós kemur að hann hefur barnað stelpu á Selfossi?

2) Hvað einkennir stíl sögunnar? Hvaða áhrifum er líklegt að höfundur sé að ná fram?
3) Hver er ytri tími frásagnarinnar ? Rökstyddu svarið með vísun í textann!
4) Hver telur þú að geti verið boðskapur sögunnar?
5) Ímyndaðu þér að þú sért að skrifa ritgerð um þessa smásögu. Hvernig myndi efnisyrðing þín hjóma?

HUGSANLEGIR UMRÆÐUPUNKTAR ÚR VERKEFNINU (PP glærur) SEM GÆTU MYNDAÐ EFNIVIÐ Í RITGERÐ.

-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o

Smásagan 'Kinnhestur', úr Uppspuna, 2002:77-82, eftir Kristínu Marju Baldursdóttur.

Svaraðu eftirtöldum spurningum með rökstuðningi í texta sögunnar:

1) Gerðu í grófum dráttum grein fyrir byggingu sögunnar.
2) Gerðu grein fyrir sjónarhorninu.
3) Gerðu grein fyrir baksviði sögunnar. Láttu koma fram:

Hversu lengi hefur hjónaband þetta staðið?
Hver er atvinna konunnar?
Hver er atvinna mannsins?
Hvað fáum við að vita um barnæsku mannsins?
Hvað vitum við um börn hjónanna?
Hvað vitum við um efnahag hjónanna?

4) Gerðu grein fyrir helstu persónueinkennum konunnar.
5) Gerðu grein fyrir stöðu konunnar utan heimilisins.
6) Hvað er það sem veldur hinni viðurstyggilegu hegðun mannsins?
7) Hvernig bregast börnin við framkomu mannsins? Hvaða áhrif hefur svona villimennska á börn?

8) Ljúktu við orðalistann sem nær yfir ofbeldi mannsins og gerðu grein fyrir hvað einkennir orðnotkunina:

berja (79)
dangla í (78)
barsmíðar (79)
gekk í skrokk á henni (80)
kýldi hana á kjaftinn (80)
barði höfði hennar í gólfið (80)
______________________________
______________________________
______________________________
______________________________
______________________________

9) Hvernig er hægt að túlka kinnhest konunnar í sögunni?
10) Er eitthvað til marks um það í sögunni að maðurinn sé að fara að haga sér eins og siðmenntuð manneskja?
11) Hvaða skilaboð myndi konan senda ef hún fengist til að fara í "nýju kápuna" í lok sögunnar?
12) Túlkaðu niðurlag sögunnar?

 

 

 

© Steingrímur Þórðarson apríl 2004
Byggt á síðu Viðars Hrafns Steingrímssonar