titill
menuleft KjarnorkuverChernobylThree Mile IslandKafbátar menuright
menusub
 

Kjarnorka.

Kjarnorkuofnar eru notaðir til þess að koma af stað og stjórna kjarnorkukeðjuverkun, eðlilegast er að nota Úraníum-235 sem skotið er á með nifteind til þess að búa til úraníum 236 sem síðan klofnar og verður að Baríum-141 og Krypton-92 og varmaorku. Í kjarnakljúfum er meirihlutinn af eldsneyti Úraníum-238, en það myndar efni eins og t.d. plútóníum sem hægt er að endurnýta. Kælivökvin í kjarnakljúfnum tekur við varmaorkunni og er síðan dælt í síðan látið gufa upp og fara í gegnum túrbínu. Annað kælikerfi er oft til staðar sem sér um að þétta gufunni sem kemur úr túrbínuni til þess að nýta aftur, og því vatni er síðan dælt út í strompinn sem er oft áberandi á kjarnorkuverinu til þess að losa um aukalega varmaorku. Túrbínan í kjarnorkuverum virkar alveg eins og í vatnsaflsvirkjunum á íslandi og knýr rafall sem sér um að framleiða rafmagn.

Vatnið sem kælir kjarnakljúfinn er afar geislavirkt, því er önnur hringrás og jafnvel þriðja hringrásin af vatni sem kælir þá á undan til þess að koma í veg fyrir að geislavirk efni komist út í andrúmsloftið. Fólk tengir þó kjarnorku við mengun. Þetta er ekkert nema fáfræði. Úrgangnum úr kjarnorkuverunum er komið fyrir í öruggri geymslu í blýhólkum. Bandaríkjamenn voru að grafa inn í fjall í Nevada fylki sem heitir Yuccafjall, þar er lítið sem ekkert grunnvatn og þetta er langt frá allri byggð, en hættu að fjármagna verkinu nýlega.

Kjarnorka er í raun eini orkugjafinn sem er raunhæfur kostur í framtíðinni þegar að olíu og kolbirgðir heimsins renna í þrot. Úraníum er reyndar einnig óendurnýjanlegur orkugjafi en eins og olíubirgðir eru í dag þá mun kjarnorkan endast lengur, vonandi þangað til að það er hægt að þróa nýjan orkugjafa, t.d. kjarnasamruna.

Yfir 15% af rafmagnsframleiðslu heimsins framleidd með kjarnorku. Frakkland, Bandaríkin og Japan eru þar í farabroddi, 56.5% af raforku hemsins sem framleidd er með kjarnorku kemur frá þessum þrem löndum. Það eru yfir 400 kjarnorkuver í heiminum.

Kjarnaklofnun

Klofnun Úraníum-235